Hvað finnst ykkur um áherslur handritshöfunda í VOY?

Ég hef nefnilega verið að velta fyrir mér afhverju þeir leggja svona miklu meiri áherslu á action og hasar heldur en í DS9. Handritsgerð lág að vísu í lægð í DS9 nema rétt í blálokin, en hún var samt einhvernvegin dýpri heldur en í VOY, að mér finnst. Og ekki koma með eitthvað krap um að settingið (ein lengst úti í regingeim) bjóði ekki upp á það. Það er samt hægt að gera betri söguþráð, og meira í samhengi, heldur en þetta.

Mér finnst líka að þeir séu að klúðra dáldið mikið þeim möguleikum sem þeir hafa í persónunum í þættinum, ekki bara 7of9 þó að það sé versta dæmið.

Ég ætla ekki einusinni að minnast á mínar skoðnir á 7of9, þá verð ég skotinn, hengdur, drekkt og síðan skorinn upp og grillaður. Ég ætla þessvegna frekar að minnast á Harry Kim (til þess að byrja með). Þeir gætu gert svo mikið meira með hann! Hann var nýkominn út úr Academy þegar þáttaröðin byrjaði, og öll sú reynsla sem hann hefur fengið ætti að hafa skilað sér mun meira en þeir hafa gert. Tom Paris. Hvað er málið með hann? Í fyrsta þættinum dróg Harry hann út af Quark's til þess að forða að hann lenti í slag og núna er hann orðinn eins og ofvaxinn tuskubangsi handa B'Ellönu? Come on…? Tökum líka læknaskortinn aðeins fyrir. Drapst ALLT sjúkrastaffið á skipinu í fyrstu þættinum en bara XO'inn af senior staffinu? Er það ekki dáldið ‘selective’ dauðsföll? Og finnst ykkur ekki líklegt að Captinn með fullu viti hefði ekki byrjað strax að láta einhvern þjálfa sig í læknisfræðum? Hann/hún hefði kannski ekkert próf, en það yndi samt meika sens, ekki satt…?

Ok, ok, hættur í bili, but I don't promise I won't be back…

Disgruntled X