Áður en ég byrja; eru allir orðnir kolklikkaðir?! Enterprise er rétt að byrja, þættirnir eru að komast í gang, leikararnir enn að ná hlutverkunum, ég meina, common. Fáið ykkur fyrsta TNG þáttinn á leigu og hlægið að viðbjóðslega hallærislegum leik, tónlist sem minnir á “The Attack of the killing robots” og hvað eina. TNG byrjaði fyrstu tvær seríurnar hræðilega, belive me, ég á þær á DVD, þær hafa 8 góða þætti!

En svo við snúum okkur að greininni. Ég hef verið að pæla í þessu Hoshi Sato dóti og eins og sumir kannski hafa komist að núna, ég hef mikinn á-huga á tungumálum.
Í fyrsta þættinum hittu þau fyrst af öllum Klingona, sem töluðu óskiljanlegt mál, og Hoshi sem var ekki alveg tilbúin átti erfitt með að koma beinum samræðum í gang, vegna UTsins sem virkaði ekki fullkomlega. Þau skildu Sulibanana sem ég að vísu skil ekki.
Alla vegana, svo koma annar þáttur og þá var mikið í kringum Hoshi og tungumálaörðugleika.
Svo kom þátturinn Unexpected nokkrum vikum síðar, þar sem það tók fimm sekúndur að koma á beinum samræðum.
Svo síðar kom Civilization sem hafði tvenna tungumálaörðugleika; Fyrst tók það heilan dag að þýða mál Akaalianna, en það er skiljanlegt þar sem að þau voru ekki búin að ákveða hvar skildi lenda, og á plánetunni voru tugir mála. Svo komust á beinar samræður og í miðjum þætti “neyðist” Archer til að kyssa hottyuna til að fela það að hann var að gera við UTinn sinn. Það atriði var snilld! Síðar í þættinum var vandamál með að þýða mál vondu kallana, hvort átti að ýta á bláa takkann eða gula takkann til að taka burt deyfisviðið? Það hafðist að lokum þó, með getgátum.
Svo komu síðari þættir með engum tungumálaörðugleikum, enda ekki víst að skrifendur nenni að standa í slíku. Að vísu kom þarna inn á milli samtal Hoshi og Phlox á Denobulönsku.
Svo kom næst síðasti þáttur, og þá voru allar fyrstu 10 mínútur þáttarins á Ferengi, sem mér fannst mjög skemmtilegt.

Ég hef verið að greina tvö síðastnefndu málin, Deóbulönsku og Ferengi. Það gengur treglega, og ég hef komist að því að höfundar búa til bull, sem allt hljómar líkt og gera svo texta við. Ekkert kemur heim og saman. Til dæmis virðist vera sem svo í Ferengi á orðið Þetta/Þessi sé til í að minnsta kosti fjórum myndum. Ekki alveg trúanlegt. Hins vegar ætla ég að halda áfram með þetta og pósta þessu svo þegar ég er búinn :)

Live long and Prosper and have patients! \IIIi
Af mér hrynja viskuperlurnar…