Þetta átti bara að vera korkapóstur en vegna hversu annt mér er um Star Trek leyfið sem og tilfinningar mínar gagnvart hinu og þessu varðandi ST þá skrifað ég meira en ég bjóst við.

Núna hef ég verið að berjast í gegnum fyrsta seasonið af Enterprise ásamt félaga mínum af þeirri einföldu ástæðu að allir halda því fram að endirinn rokki feitar en Rammstein í Laugardalshöllinni. Sjálfur verð ég samt að segja fyrir mína hönd að Star Trek er orðið úrkynjað. Framleiðendur þáttanna þurfa að vera djarfari og gefa persónunum hættulegri persónuleika. Það sem hrjáir Enterprise töluvert eru hvernig allir eru svo generic american sweet people. Einnig finnst mér það koma alltof oft fram að Breski guttinn sé bara hálfviti og aumingi miðað við amerísku félaga sína. Kaninn er auðvitað betri þjóðsamsuðningur en aðrar þjóðir það vita nú allir eða hvað?

Þegar þættir eins og Farscape og Babylon 5 eru að sýna fram á að persónusköpun skilur meira eftir sig þá kemst maður ekki framhjá því að undrast yfir persónuleikadauðanum Enterprise og núorðið er þetta orðið staðall í ST.

Ekki má heldur gleyma cop out dauðans eða reset takkanum. Data deyr? Ekkert mál við látum bara B4 verða næsti Data. Archer uppgötvar nýja geimverutækni? Hún sogast út um loftlás í næsta bardaga. Pláneta sem drápsóðar geimverur ráða yfir? Sendum allt aðal liðið niður svo að hægt er að minnsta kosti handsama helminginn og gefa Ensign 23, 47 og 59 tækifæri á að bjarga goðunum sínum. Einnig fá þau að hlæja og brosa eins asnar til að sýna Colgate brosin sín. Skrýtin geimvera í geymslu? Best að nálgast hana aðeins, jafnvel sleikja hana sjá hvort að hún gerir eitthvað. Geimverur ráðast alltaf á okkur? Reynum að taka þá í sálfræði tíma því að þeir hafa augljóslega átt erfiða æsku. Vulcans sem vilja tengjast tilfinningum sínum? Þeir eru auðvitað bara klikkaðir og vondir, þeir eru slæmir!

Ég byrjaði á ST:TNG og að mínu mati verður það alltaf besta serían. Fyrir utan Crusher ættina þá höfðu flest allir eitthvað til að leggja fram á borðið. Auðvitað misjafnlega mikið enda munur á Jóni og Séra Jóni.

Gene Roddenberry var með boðskap og að mörgu leyti á hann ennþá heima í nútíma þjóðfélagi en gallinn með boðskap er að maður á að lauma honum að fólki en ekki troða þeim endilöngum upp rassgatið og kokið á fólki. Neelix er tildæmis gutti sem var með Stimpy móral dauðans og eina sem vantaði var að hann kæmi í enda hvers þáttar til að segja krökkunum góð ráð vikunnar eins og í He-Man þáttunum og Kærleiksbjörnunum. Það vantar bara að Neelix reki magann út og öskri “STARA” til að fylla hinn argasta Klingon með gleði og umhyggju.

Tökum líka DS9 aðeins fyrir. Þar vorum við marga litríka karaktera og í raun voru sumir það litríkir að þeir sem voru hvað venjulegastir urðu undir. O'Brien var tildæmis dauður karakter og ég skil ekki enn afhverju það voru gerðir þættir í kringum hann þar sem hann er bara að passa dóttur sína. Ég vil frekar bíða með að eignast mína eigin krakka en að horfa á aðra manneskju passa einhvern krakka. Gul Dukat og Garak voru til dæmis fyrir taks karakterar. Án efa mín uppáhalds. Major Kira var nú bara þrjósk belja sem vissi ekki hvað snéri upp né niður. Sisko var töffari og harðjaxl þó að hann mætti hafa verið aðeins harðari í nokkrum þáttum. Odo var athyglisverður og átti sín moment. Bashir var karakter sem hefði getað blómstrað, sérstaklega út af því að hann var einhver Ubermensch en framleiðendur nefndu krafta hans og gleymdu þeim svo. Quark var auðvitað frábær karakter þó að hann hafi stundum farið í taugarnar á manni en það er sökum þess að hann er Ferengi en ekki persónuleika. Rom er auðvitað sæmilegt Comic Relief og hafði maður alltaf gaman af honum sem Morn.

Svo má ekki gleyma Voyager. Guð minn góður, næst versta karaktersköpunin og það er ekki mikið afrek miðað við hvað Enterprise er karakterdauð. Janeway var bara hálfviti sem breytti um motives á milli þátta. Chakotay var bara leiðinlega “I am a tribal Indian and I am one with the spirits. I am a rebel that will do anything to achieve my cause yet I will not kill, destroy or go against the rules because I am a spiritual Indian bla bla bla”
Harry Kim var nú bara Token Asian og mér finnst alltaf leiðinlegt að sjá svona Token eitthvað þar sem framleiðendur vilja aldrei fylla þá með almennilegum karakter. Tuvok var svo sem sæmilegur en eins og með marga Vulcans þá verður maður alltaf pirraður á þessu superiority complex sem þeir hafa um sig. Tom Paris var athyglisverður og hann átti sín moment, en varð eiginlega bara furðulegri því lengra sem leið á seríuna. Holo Doctorinn var auðvitað snillingur enda eini karakterinn með einhvern persónuleika til að leika sér að með. Seven var auðvitað bara til að bjarga seríunni en var svo gerður að einhverri gínu í gegnum þættina. And let's not get started on Neelix…

Star Trek er dautt í bili
Nietzche og Guð(að mínu mati auðvitað :)
[------------------------------------]