Í viðtali hjá Cinescape.com, hefur Jonathan Frakes sagt að ekki verði líklegt að hann muni leikstýra tíundu Star Trek myndinni vegna anna. Hann hefur áður leikstýrt ST:First Contact og ST:Insurrection og einnig talsvert af þáttum. Ástæðan fyrir þessu er að hann mun örugglega vinna að mynd sem kallast ClockStoppers á meðan tökur á tíundu star trek myndinni standa yfir. Má geta að Clockstoppers er ekki ólíkt Back to the Future og handritið verður skrifað af fólkinu sem skrifaði Rugrats. Persónulega myndi ég frekar vilja sjá hann aftur í leikstjórastólinn.
[------------------------------------]