Ég er farinn að hlakka mikið til Episode 3og langar að a.m.k. reyna að skapa örlitla umræðu um hana, því þetta áhugamál hefur verið heldur dauflegt síðastu mánuði.

Hvað vil ég sjá í Episode 3 ?
- Luke og Leiu -
Þetta er alveg öruggt því að Episode 3 mun gerast 17-20 árum á undan A New Hope.

- Death Star -
Mér finnst þetta alveg eins líklegt, því að í Attack of the Clones voru teikningar af slíkum grip. Það gæti allt eins verið að Dooku, ásamt Aðskilnaðarsinnunum byggi eitt stykki Death Star í Episode 3, en klári það ekki heldur verði það sprengt í loft upp áður en það yrði tilbúið líkt og í Return of the Jedi. Svo virtist Obi-Wan kannast við Helstirnið í A New Hope. “That's no moon, It's a space station.” sagði hann og virtist kannast við það. Just a thought.

- Star Destroyers & TIE Fighters -
Mig langar svooo, mig langar svoooo, en það kannski gengi ekki upp, allavega ekki með TIE Fighters. Kannski samt með Star Destroyers eða einhver frumgerð af því. Klónaskipin í Attack of the Clones voru mjög svipuð í útliti og þeir.

- Millennium Falcon -
Það væri fáránlegt að hafa hann í einhverju aðalhlutverki í þessri mynd eins og í gömlu myndunum, það myndi bara ekki fitta inn, en það væri samt gaman að fá smá “cameo” af Fálkanum í Episode 3. Og kannski Chewie líka, því hann var 200 ára í A New Hope.

- Anakin vs. Obi-Wan -
Það sem maður hefur beðið eftir heillengi. Anakin og Obi-Wan berjast og Anakin dettur ofan í hraunpytt og verður að vélvæða sig. Næstum alveg öruggt.

- Darth Vader vs. Mace Windu -
Mace Windu fær hetjulegan dauðdaga og mér finnst líklegast að Darth Vader eða Keisarinn drepi hann…DÖÖHH!


Ég er örugglega að gleyma eitthverju MJÖG mikilvægu…

En hvað viljið þið sjá í Episode 3?

BS-Jonsi