Jæja, nú er ég nýstiginn út úr bíósalnum í Kringlunni eftir þessa frábæru sýningu Nexusmanna og vill ég byrja á að þakka þeim fyrir frábæra sýningu og mega vera stoltir fyrir störf sín.

Til að byrja með vill ég segja að Brennan og Braga stóðu sig stórvel, það eru margir sem líta á þá sem morðingja Star Trek og fyrirlíta vinnu þeirra, ég viðurkenni fúslega að ég var einn af þeim, en ég tek orð mín til baka, þótt B & B hafi staðið sig..well, illa á síðustu sprettum, þá bættu þeir upp fyrir það með Nemesis.

Myndin er hæg að byrja, sumir segja of hæg en ég er ekki sammála, það er einblínt á að hnýta lausa enda og leggja söguþráðinn beinan á borðið, sem gerir þessa mynd mjög ólíka öllum öðrum þar sem við erum vanalega ekki nema komin 10 mín. inn í myndina fyrr en fyrsti bardaginn verður. Þessi söguþráður er mjög flókinn og stendur uppúr með best skrifuðu Star Trek söguþráðum að mínu mati…auðvitað er hann langsóttur..en þetta er Star Trek, ekki má gleyma því.

Þegar myndin er komin vel á ferð þá er okkur dempt beint í eldinn og spennan dvínar ekki fyrr en í lok myndarinnar, sem einnig er mjög sjaldgæft í Star Trek mynd, það má líkja þessum endalokum við lokin í First Contact, þú ert á nálum fram á síðustu stundu.

Það sem ég stend fastastur á er að tónlistin í myndinni er án efa sú spennuþrungnasta sem ég hef lengi heyrt í bíómynd, hún framkallaði tilfinningar og hræðslu þegar við átti og endurspeglaði söguþráðinn með glæsibrag.

Þar sem ég er búinn að passa mig á að segja ekki orð um myndina sjálfa þá fyrirgefið þið mér það að ég skrifa ekki um slæmu punktana þar sem þá er ekki hægt að gera grein fyrir nema spilla fyrir þeim sem eiga eftir að sjá myndina.

Aftur vill ég þakka Nexus fyrir góða sýningu, og öllum þeim snillingum sem mættu í búningum, og þá sérstaklega Klingonanum.
Qapla'