af einstakri kunnáttusemi finnst mér ég hreinlega verða að blanda mér í þessa umræðu sem er að skapast hérna um þetta málefni; það hvernig Episode II komi til með að verða.
ég er að nokkuð sammála sphinx um það að myndin verði ekki nein snilld; hún verður ekkert sem kemur manni til með að velta sér upp úr tilfinningasemi, eða hrópa með og klappa yfir réttum atriðum. en það er líka alger staðreynd að sama hvernig fer, þá förum við öll að sjá hana. og jú, RatKing, það segir enginn að fyrstu þrjár myndirnar séu lélegar, en þetta áttu samt bara að vera barna og unglinga-myndir! málið er bara að börnin og unglingarnir eru orðin fullorðnari og gera meiri kröfur í dag; kröfur sem george lucas fattar ekki. OG þær voru gerðar af hugsjón (allavega fyrsta myndin).
í sambandi við Hayden Christianen verð ég að taka undir með sphinx aftur: hver er það? ég hafði aldrei heyrt þetta nafn, og finnst þetta reyndar asnalegt nafn (þó það komi málinu ekkert við), en hver hafði heyrt um Mark Hamill? og það sem meira er: hvað er hann búinn að vera að gera síðan starwars? drasl! hann var alltaf drasl; starwars gerði hann bara að þeirri hetju sem hann er, og hann hefur ekkert gert til að halda þeim hetjudómi! gat ekki einu sinni séð sóma sinn í því að finna sér annan starfsvettvang!
og jú! jarjar má mín vegna velta upp úr þykku lagi af hraðbrennandi olíu, kveika svo í henni og spila hægt; ég myndi njóta þess, en Lucas er svo ánægður með hann. og hvað getum VIÐ gert í því? ekkert, að því er virðist, því hann nennir ekki að hlusta á almenningsálitið nema upp að vissu marki.

og að lokum vil ég benda á það sem tæknibrellumennirnir í Matrix sögðu þegar þeir tóku við Óskarnum í fyrra: “takk fyrir að velja mynd þar sem tæknibrellurnar þjóna sögunni, en ekki sagan tæknibrellunum”!

en hvað sem því líður, þá komum við öll til með að strunsa í bíó og horfa og gagnrýna þegar skrípið lætur sjá sig, hvernig sem það verður. ég held að við þurfum bara að skipta um sjónarhorn, hætta að líta á þetta sem svona mikil trúarbrögð eins og hefur verið mögulegt hingað til, og fara að líta á þetta sem afþreyingu.
-I don't really come from outer space.