Nexus forsýning á Nemesis þriðjudaginn 28. janúar Veit ekki hvort það sé ástæða fyrir heila grein undir þetta, en það er þörf á að gefa þessu athygli fyrir Star Trek áhangendur, sérstaklega þá sem fylgjast minna með.
Allavega, tilkynningin frá Nexus:


Langþráð Nexusforsýning á Star Trek: Nemesis verður kl. 21. þriðjudaginn 28. janúar í sal 1. í Kringlubíói.

Miðaverð er kr. 1.200 og er innifalið lítil gos og lítill popp. Selt er í ónúmeruð sæti.

Miðasala er ekki hafin, en áætlað er að hún hefjist seinnipartinn á miðvikudag. Miðasalan verður eingöngu í Nexus.

Sýningin er textalaus og hlélaus eins og venja er á Nexusforsýningum. THX hljóðkerfið verður einnig þanið til hins ýtrasta.

Star Trek: Nemesis er síðasta myndin með Next Generation áhöfninni og er að margra mati vel heppnaður endapunktur á stjörnuför þeirra Jean-Luc Picard og félaga.

Þeir sem mæta í viðeigandi Star Trek búningum komast sjálfkrafa í verðlaunapott.
Einn heppinn trekkari fær að launum DVD sett með Star Trek Next Generation þáttunum (að eigin vali) frá Nexus.

Áætlað er að frumsýna Star Trek: Nemesis þann 7. febrúar.


Þar hafið þið það gott fólk, fjölmennum á Nemesis forsýninguna og tryggið ykkur miða strax á miðvikudaginn!