You can say that again Reynir :) … at least twice :)
Þetta er mjög góður þáttur, en ég er svo rosalega á móti því sem þeir gerðu til að bjarga Voyager. Með að breyta tímalínunni, þá eru þeir ekki bara að bjarga 130 manns. Heldur eru þeir að þurrka allt út sem allir hafa gert á þessum tímabili sem liðið er frá þeim degi sem Voyager hrapaði og að þeim degi sem þeir bjarga Voyager (aftur í tímann).
Hugsið ykkur t.d. þeir sem fæðast á þessu tímabili sem þurrkast út, þeir sömu einstaklingar munu ekki fæðast aftur á nýju tímalínunni, heldur munu aðrir einstaklingar fæðast.
Þeir eru innan gæsalappa að framkvæma fjöldamorð með því að þurrka út tímalínuna, og komast upp með það því enginn getur komist að því, þar sem þetta “hefur aldrei gerst”.
Veit ekki hvort nokkuð af þessu sem ég skrifaði “meikar sens”, en hugsið aðeins málið. Þetta var rangt og ætti ekki að sjást hjá Starfleet officer.
ADM Mundi
ps. … og hana nú!!