Star Wars Bounty Hunter er nú kominn í verslanir hér á landi og það líður ekki á löngu þangað til maður fjárfestir í þessum (það er að segja um leið og maður er búinn að jafna sig eftir áfallið þegar maður fréttir hvað maður eyddi miklu í jólagjafir).
En mig langar að spyrja ykkur, mína meðáhugamenn um Star Wars, er einhver búinn að fjárfesta í þessum leik og það sem meira er, er hann góður. Það sem ég er búinn að lesa og sjá af þessum leik finnst mér alveg frábært en lucasart er búið að senda frá sér svo marga lélega Star Wars leiki að maður veit ekki hvað maður á að halda. En engu að síður bíð ég spenntur eftir því að fjárhagurinn minn leyfi mér að kaupa þennan leik.
Nú skulum við víkja að öðrum jafnspennandi fréttum. Það er búið að ákveða hvenær Star Wars Galaxies kemur út og það gerist 15 apríl 2003. En því miður kemur hann aðeins út á pc þann dag. Leikjatölvu eigendur verða því að bíða aðeins lengur. Svo getur vel verið að maður reyni að fjárfesta í einu stikki fartölvu svo að maður þurfi ekki að bíða. Maður getur áræðanlega platað mömmu og pabba til að borga smá ef að maður segir að þetta geti hjálpað við með námið.
Ég hef ekki fleiri fréttir að segja en ég vil óska ykkur Star Wars áhugamönnum og fræðimönnum gleðilegra jóla og vil endilega hvetja ykkur til að reyna að skrifa fleiri greinar og senda þær hingað inn.
Íslenska NFL spjallsíðan