Á ísplánetunni Hoth lifir ljótt goðsagnakennt kvikindi, kallað
Wampa - alls ekki ólíkt snjómanninum ógurlega. Það er 2-3ja metra há kjötæta,
sem kýs að lifa ein og sér mest alla ævi sína. Þetta tvífætta rándýr, með
öflugar klær, beittar tennur og hvítan feld, á auðvelt með að falla in

í bakgrunn hinnar snæviþökktuplánetu Hoth og læðist upp að bráð sinni. Aðalfæða
wampa er Tauntanus (e.t.v. verður það næsta dýr til umfjöllunar), en oft
þurfa þær (wömpurnar) að ferðast yfir 100 km landssvæði í leit að matnum
sínum. Þau dýr sem wampa klófestir – af og til mannveruígildi - geymir wampan
í helli sínum til seinni tíma - á lífi. Eins og við munum eflaust eftir þá
kynntist Logi geimgengill einu svona dýri í Episode V – The Empire Strikes