Sælt veri fólkið.

Mig langar svolítið til þess að lífga svolítið við umræðunum hér á Star Trek áhugmálinu. Málið er að svæðið vaknaði mikið við komu droopy's sem er búinn að hlaða inn skemmtilegum greinum og hugmyndum. Hins vegar er droopy orðinn húðlatur og nennir engu lengur :), nema að horfa á Star Trek við og við.

Við hin verðum að vera svolítið dugleg við að koma efni á framfæri og koma af stað umræðum. Í því tilefni langar mig til að minna á korkinn.

Korkurinn er fyrirbæri sem gleymist oft og títt. Það virðist vera sem svo að menn noti frekar greinahluta Huga til þess að senda inn efni sem miklu frekar ætti heima á korkinum. Einnig virðast mjög fáir kíkja á korkinn, og ekki er óalgengt að þræðir á korkinum hafi aðeins fengið 7-10 lestra, sem er mjög slappt.
Ég mana ykkur öll til þess að lesa það sem er á korkinum og fylgja þráðunum eftir og vera með í umræðunni.

Svo vil ég einnig benda mönnum á að senda inn linka á sniðugar Star Trek síður, sem ég ætla að smella í linka-box svipuðu því og er á Spunaspil.

Lumið þið annars á góðum hugmyndum sem hægt væri að notast við, til þess að gera Star Trek á Huga skemmtilegri? T.d. eins og hugmynd droopy's að smella inn myndskeiði úr næsta þætti af Star Trek!

Your humble servant,
ADM Mundi