Ég er bara með smá könnun hérna um það hvort einhver hafi brennandi áhuga á að gerast stjórnandi á þessu áhugamáli. Nú er ég búin að vera ansi lengi og mér finnst orðið vanta einhvern nýjan með okkur Steina hérna. Það vantar nýjar hugmyndir og svona. Er einhver sem hefur áhuga og getu til þess? Þið megið senda mér skilaboð ef þið viljið frekar. Lágmarks kröfur eru að vera orðin/nn 16 ára og hafa verið virkur á áhugamálinu. Látið heyra í ykkur ef þið hafið áhuga eða bara langar að spyrja nánar út í það.

Karat.