Nýtt greinaátak Í dag, þann 4. apríl hefst nýtt greinaátak og mun það standa til 18. apríl.

Í þessu átaki felst að skrifa grein um þann atburð sem höfundi greinarinnar fannst óþægilegastur, erfiðastur eða eitthvað þess háttar í sinni uppáhalds sápu eða sápum. Þá er átt við atriði þar sem maður hefur helst viljað hætta að horfa eða geta breytt atburðarásinni. T.d. um slíka atburðarás má nefna þegar einhver svíkur einhvern, heldur fram hjá, fremur glæp, gerir einhverja algjöra vitleysu eða einhver deyr. Sem annað dæmi um svona atburð má nefna myndina sem fylgir með þessari tilkynningu, en í Nágrönnum lenti Stuart nýlega í erfiðu máli, með Lífvirkjana, sem maður hefði helst viljað spóla yfir (a.m.k. ég).
Endilega farið að senda inn svona greinar.

Karat.