Í ljósi nýjustu flækjunnar í glæstum er ekki nema von að maður spyrji …

Vandamálið snýst um það að Thorne er ekki “fyrsta val” Brooke, eða með öðrum orðum hefði hún fengið að velja úr ÖLLUM heimsins mönnum þá hefði hún valið Ridge. Það er vegna þess að hún er eins og barinn hundur, sama hvað hann leggur á herðar henni og sama hve illa hann kemur fram við hana, hún lítur ALLTAF á hann sem sína sönnu ást - sálufélagann.

Í þætti dagsins - 17. nóv. - heyrðum við svo Eric lýsa því fyrir Ridge hvernig hann vissi nákvæmlega hvernig Thorne liði … hann hafði jú einnig gifst Brooke í góðri trú um að hann væri sá sem hún vildi og sá fram á hamingjuríka framtíð með börnum og buru … en eins og við vitum öll þá brotnuðu þeir draumar um leið og Ridge missti eiginkonu sína og fór að eltast við Brooke, eiginkonu föður síns!

Það var reyndar með hjálp móður sinnar - já hinnar alheilögu Stephanie - sem honum á endanum tókst að fleka hana og þá var baráttan búin! Hún var ekki lengur Erics, heldur enn á ný fékk Brooke þá flugu í höfðuðið að henni og Ridge væri ætlað að vera saman og því fór sem fór milli hennar og Erics.

Því miður fyrir Brooke, og okkur hin, þá ákvað Ridge, EFTIR að hann var búinn að eyðileggja hjónaband Brooke og föður síns að “gera það sem var siðferðislega rétt” eða að draga sig út úr slagnum um Brooke!

Og þannig hófst samband hans við Taylor fyrir alvöru - “geðlæknirinn” fór að deita “sjúklinginn” og sannfærði hann um að það “rétta” í stöðunni væri að snúa sér frá Brooke og leita á önnur mið, það er til sín - ekki beinlínis byggt á sannri ást og sálufélagatengslum, heldur frekar misskilinni hollustu við föður sinn.

Ridge og Taylor hafa þó þar sem við erum stödd núna skapað sér langa sögu. Ég ætla ekki að draga það í efa að þau elski hvort annað, en leiðin hefur verið grýtt og oftar en ekki hefur Brooke verið í veginum, þó ekki alltaf!

En af hverju valdi Ridge Taylor? Ég hef alltaf skilið þáttinn þannig að hann hafi valið Taylor af öllum “röngu” ástæðunum - sem þó eru líka réttar. Fyrst var það hollustan við föður sinn, svo viljinn til að standa við hjónabandseiðinn, svo börnin … Taylor er því í rauninni “öryggi” valkostur Ridge, hann valdi hana ekki vegna þess að hún er hans einna sanna ást sem skilur ekki á milli lífs og dauða - alls ekki - ef svo væri þá væri Ridge ekki SÍENDURTEKIÐ að dandalast utan í Brooke! Hún væri ekki alltaf þessi ógn sem hún er við samband hans og Taylor.

Þess vegna eru Thorne og Taylor á sama báti. Makar þeirra eru ekki brjálæðislega ástfangnir af þeim, þau bera enn - og munu alltaf bera - ástarneista hvort til annars (það er Brooke og Ridge). Þeim er farið að skiljast að það mun aldrei neitt verða úr þessari ást, hún er dæmd til að verða undir, og það er fyrst og fremst vegna þess að Ridge er ómögulegt að taka sjálfstæðar ákvarðanir óháð vilja móður sinnar! Hann valdi EKKI makann eftir hjartanu heldur huganum. Aftur á móti valdi Brooke eftir hjartanum - það er eftir að hún viðurkenndi fyrir sjálfri sér að Ridge yrði aldrei hennar - og með það fyrir augum er Thorne jafnvel BETUR settur en Taylor. Hún þarf að lifa við stöðugan efa um það hvort og hvenær Ridge muni leita til Brooke eftir einhverju meiru en aðstoð við nýjustu fatalínuna! Thorne þurfti í raun EKKI að hafa þessar áhyggjur af Brooke, hún veit að henni og Ridge er ekki ætlað að vera.

En þar sem að hjónaband hennar er á enda runnið, þá get ég aðeins sagt að ég vorkenni Taylor! Brooke MUN pottþétt leita huggunar hjá Ridge, sem mun leiða hana að hinni óhjákvæmilegu tælingu og þá er ALDREI að vita hve stöðugur Ridge verður! Ég óttast, ekki að hann muni skilja við Taylor, heldur að hann muni svíkja hana - rétt eins og hann gerði með Morgan, maðurinn er ekki svo vitlaus að halda að konan sín VILJI að hann sofi hjá og barni bestu vinkonu sína ÁN þess að vera búin að ræða það alvarlega við hann fyrst! - en hvort að hún muni komast að því eða hvort að Stephanie taki að sér að hylja yfir “mistökin” eins og hún gerði fyrir Taylor forðum, mun brátt koma í ljós …

Ég er ekki sátt við málalyktir, ég vildi sjá Brooke njóta sömu hamingju og Ridge - að vera í ÖRUGGU og ástríku sambandi þar sem hún fær að vera hamingjusöm - því satt að segja er ég fyrir LÖNGU orðin þreytt á þessum endalausa eltingarleik hennar við Ridge! Eins og hann er búinn að láta þessi ár sem við höfum verið glæstra aðnjótandi ætti hún fyrir löngu að vera búinn að átta sig á því að Ridge er sjálfselskupúki sem á hana ekki skilið! (reyndar ekki Taylor heldur, en mér er nokk sama um það!).