Jæja, allt er þegar þrennt er. Ætlaði að senda þetta inn í gær, en nei, þá virkaði það ekki…En allavegana, ákvað að ríða á vaðið og vera fyrst til að senda eitthvað inn á þennan snilldarkubb. Sendi þetta inn fyrir nokkru síðan þegar Karat var víst í fríi, og því var henni hafnað af einhverjum öðrum.

En til að skýra uppruna þessarar kenningar, þá varð hún til eftir að þáttur 215 (15. þáttur í 2. seríu) var sýndur úti í Bandaríkjunum. Nokkrar mjög svo glöggar stelpur á þræði sem snýst um samband Jake og Peyton á <a href=”www.fanforum.com/forumdisplay.php?f=153”>One Tree Hill spjallsvæðinu</a> á <a href=”www.fanforum.com”>Fan Forum</a> tóku eftir þessari áhugaverðu staðreynd, sem ég þýddi hér að neðan. Það er alveg óhætt að kíkja inn á One Tree Hill svæðið núna, en þegar þættirnir byrja aftur úti 5. október verður þar allt útí spoilerum. Allar upplýsingar um OTH svæðið má finna <a href=”http://www.fanforum.com/showthread.php?t=25030”>HÉR</a>

Jæja, Jake og Peyton eru að kyssast í herberginu hennar, þegar það slokknar allt í einu á kerti sem er á náttborðinu hennar. VIÐ FYRSTU SÝN virðist þetta bara vera merkingarlaust tákn hjá Mark (Mark Schwahn, sá sem bjó þættina til), en kannski ekki. Lesið áfram.

Jake spyr hvort það séu draugar hjá Peyton, hún svarar því að það séu “Bara góðir.” Jake og Peyton hafa bæði átt flóknar fortíðir…sem draugarnir gætu táknað. Jake á vandamálið með Nicki hangandi yfir sér, og Peyton á flókna fortíð með Lucas. Þessir “draugar” gætu reynst vera góðir hlutir fyrir samband þeirra…þess vegna segir Peyton að það séu “Bara góðir” draugar. Kannski er Mark að segja okkur að vera búin undir drama í kringum þau, en að mótlætið endi bara á því að gera þau sterkari. Þessa hugsun má styðja með þeirri staðreynd að í lok þáttarins er sýnt að það hefur verið kveikt aftur á kertinu, og það logar enþá.

Fyrir þá sem vilja lesa upprunalega textann á ensku:

So, Jake and Peyton are having a good ole' time making out when all of a sudden, the candle blows out. It AT FIRST GLANCE seems like an ominous symbol implanted by Mark…but maybe not. Hear me out.

Jake asks if Peyton has ghosts, to which she replies, “Only nice ones.” Jake and Peyton both have complicated pasts…the ghosts. Jake has the Nicki situation hanging over his head, and Peyton has a complicated past with Lucas. However, these “ghosts” could prove to be a good thing for the Jeyton relationship…thus Peyton's comment “Only nice ones.” Maybe Mark is telling us to be prepared for JP drama…but that the drama will end up making them stronger. This line of thought can also be supported by the fact that at the end of the episode, we are clearly shown that the candle has been re-lit and is still burning.

Ég þýddi þetta allt af <a href=”http://sultry-stare.net/horizons/”>Darkened Horizons</a>, sem er síða sem snýst um samband þeirra. Hún er að flytja núna, þannig að það er ekkert á henni, en þar var önnur kenning, sem ég ætla að senda inn við tækifæri, og ef fólk vill sjá hana.
- MariaKr.