Rick Hearst sem Whip Jones í B&B Rick Hearst leikur Whip Jones í The Bold and the Beautiful, en hann er nýkominn aftur! Við Íslendingar munum ekki eftir honum því hann var árið 2002, en það er akkúrat á tímabilinu sem var spólað yfir, svo við fengum aldrei að sjá hann fyrr en núna. Hann hafði unnið í Forrester International, en aðalsöguþráðurinn var hjónaband hans við Brooke, en hann kúgaði hana til að giftast sér svo hann myndi ekki segja frá því að Deacon (eiginmaður Bridget dóttur hennar) væri barnsfaðir hennar og láta alla halda að Whip væri faðirinn. En svo varð hann ástfanginn af Brooke og þá vandaðist málið, þar til Bridget og allir komust að sannleikanum og Whip og Brooke fengu ógildingu. Nú er hann kominn aftur og vinnur hjá Jackie M!
En þó þið munið ekki eftir honum úr Bold, muna kannski einhverjir eftir honum úr Guding Light þar sem hann lék Alan-Michael :)