Eins og ég sagði fyrir neðan myndina sem ég setti inn, er Margot Robbie, sem lék Donnu, í New York að leika í Pan Am, sem eru sýndir á ABC og eru að slá í gegn úti í Banaríkjunum. Margot leikur Laura Cameron sem fer að vinna hjá Pan Am eftir að stinga af úr brúðkaupinu sínu. Eldri systir hennar, Kate, er afbrýðissöm út í hana eftir að það kom mynd af henni á forsíðu Life tímaritsins. Christina Ricci er líklega þekktust af öllum leikurunum.

Skjár Einn byrjaði að sýna þættina 23.nóvember og þriðji þátturinn verður sýndur bráðum. Ég byrjaði aðallega að horfa á þá út af henni, en mér finnst þetta bara æðislegir þættir :) Hvað finnst ykkur?
Ég heyrði ég orðróm að það sé verið að hætta með þættina, en vona að það sé ekki satt!

Margot er að reyna að “meika það” í Bandaríkjunum og hefur henni tekist að koma fram í þætti Jimmy Fallon, sem er einn helsti spjallþáttur Bandaríkjanna! Hún talar um hvernig var að fara frá Ástralíu til New York, Neighbours og Pan Am og svo er sýnt brot úr Pan Am.
Hér er linkurinn: http://www.youtube.com/watch?v=RDa_pHyqylA :)