Ég var að horfa á Live Chat við Stefan Dennis aka Paul Robinson í gærkvöldi (kl.22:30 að íslenskum tíma) sem var geðveikt gaman! Ég spurði fullt af spurningum, ma.a. hvort hann gæti heilsað íslensku aðdáendunum og hvað hann vissi mikið um Ísland. Ég var ekkert að búast við því að hann myndi svara því en hann gerði það!!! Ég og mamma, sem var að horfa á þetta með mér, við fríkuðum alveg út! Finnst þetta rosa gaman :D

Hér er linkurinn:
http://www.ustream.tv/recorded/17857410

Um Ísland er á bilinu 42:47-43:16 :) Þetta er svona nokkurn veginn það sem hann sagði:

“Can we get a shoutout for the Icelandic fans? Yeah, you betcha! Is it cold? I bet it's getting cold ;) I've never been to Iceland, invite me, I'll come over! I've heard so many good things about you guys. Um… Good drinkers. Yay, that's me! So good day to you guys out there. Hello. I don't know how to say hello in Icelandic. Somebody write to me and tell me how to do it and I'll say hello in Icelandic :)”

Því miður var ég of sein, hann allavega sá ekki þar sem ég skrifaði halló ;)