Hefur einhver séð Final Destination 5? Ástæðan fyrir því að ég er að spyrja er sú að okkar ástkæra Jacqueline MacInnes Wood (Steffy) leikur í henni og það er aðalástæðan fyrir því að ég fór að sjá hana núna í kvöld :) Ég hef ekki séð heila Final Destination mynd nema brot úr þriðju sem Texas Battle lék í (Marcus) og hef aldrei verið mikð fyrir þær eða svona myndir. En ég bara varð að sjá þessa útaf Jacqui og hún kom mér skemmtilega á óvart! Auvitað var hún scary á köflum og spennan á undan dauðsföllunum var alltaf verst, en mér finnst hún samt bara nokkuð góð. Jacqui er frábær í henni og dauðasenan hennar (og undanfari) er frekar ógeðfelld, en vil ekki spoila neinu, þó það sé eitthvað sýnt í trailernum.
Mæli með henni, þó það væri ekki nema bara til að sjá Jacqui :D