SPOILER VIÐVÖRUN - KANNSKI SPOILER

Á laugardaginn var hið næstum árlega Bold and the Beautiful Fan Event. Ég segi næstum árlega því þau reyna að hafa það á hverju ári, en það hefur ekki alltaf verið, eins og t.d. í fyrra. Á B&B Fan Event (sem er haldið á hóteli í L.A.) mæta ekki bara aðdáendur frá Bandaríkjunum heldur líka frá öðrum löndum til að hitta stjörnurnar úr þættinum, fá eiginhandaráritun, myndir og bara spjalla við þær. Það er það sem er svo frábært við B&B Fan Event (og sápuóperu fan event yfir höfuð) að þetta er allt svo afslappað og ekkert stress. Það er séð til þess að allir hafi nægan tíma til að hitta alla leikarana, fá áritun, myndir og líka tala við þá um ýmislegt tengt þættinum. Það er takmarkaður fjöldi svo það er enginn troðningur og nægur tími, því þetta endist í heila 4 klukkutíma!

Síðasta laugardag var þetta haldið klukkan 11 um morgun pacific time, þ.e.a.s. kl.6 um kvöld á íslenskum tíma. Ég fattaði að þetta væri að byrja rétt fyrir 6 og endaði á því að horfa á allt showið hér: http://boldandbeautiful.com/ - OG ÞAÐ ER ENNÞÁ HÆGT AÐ HORFA Á ÞETTA BTW!
Ég lá yfir þessu og óskaði þess að ég væri þarna sjálf! Það voru flestir aðalleikaranna þarna og magir sem eru ókomnir hjá okkur. Það eina neikvæða var að Ronn Moss (Ridge), Katherine Kelly Lang (Brooke), Susan Flannery (Stephanie) og Jack Wagner (Nick) voru ekki. Meðal þeirra sem voru eru: John McCook (Eric), Hunter Tylo (Taylor), Jennifer Gareis (Donna), Heather Tom (Katie), Don Diamont (Bill), Alley Mills (Pam), Jacqueline MacInnes Wood (Steffy), Texas Battle (Marcus), Brandon Beemer (Owen), Lesley Anne-Down (Jackie) og fleiri sem eru ókomnir hjá okkur. Það sem vakti mikla athygli mína, en var ekki nógu mikið talað um/við að mínu mati, var að Jacob Young var á staðnum! Ef þið vitið ekki hver hann er, þá er hann nefnilega hinn upprunalegi Rick (síðan hann varð að “unglingi”), og allt Amber dæmið byrjaði með honum. Hann var í þáttunum frá 1997-1999, svo kom Justin Torkildsen og svo Kyle Lowder síðan 2007. Kyle er að hætta og Jacob er að koma aftur! Hann kemur reyndar ekki fyrr en eftir 2 ár hjá okkur… En flestum finnst þetta mjög spennandi, því þó að Kyle sé góður þá er Jacob talinn hinn besti Rick. Ástæðan er sú að, í fyrsta lagi er Kyle að fara að vinna meira í tónlist sinni, í öðru lagi finnst fólki Rick ekki vera sama persónan síðan Jacob fór, og í þriðja lagi þá hefur Jacob verið í All My Children en nú er það að hætta svo hann hefur ekkert að gera :)

Mér fannst semsagt rosa gaman að horfa á B&B Fan Event og vona að ég geti verið ein af “the fans” einhvern tímann :D

Bætt við 29. ágúst 2011 - 21:12
Gleymdi að segja til gamans, því það var líka talað við aðdáendurna, að það var einn frá Noregi, einn frá Ástralíu, Ítalíu ofl. :D