Josh Duhamel snéri aftur í All My Children 4. og 5.ágúst síðastliðinn! All My Children er daytime sápa eins og Bold og GL, en hún er að enda seinna á árinu. Josh Duhamel hóf feril sinn í þeirri sápu (1999-2002), og hann ákvað að snúa aftur fyrir 2 þætti (í endanum á þeim fyrri) þar sem þeir eru að hætta. Persónan sem hann lék, Leo du Pres, dó hinsvegar svo hann kom aftur bara í draumi.
Það vill svo til að Rebecca Budig (fyrrverandi Michelle Bauer í GL) lék Greenlee Smythe, konuna sem hann var ástfanginn af og loks giftist áður en hann dó. Greenlee og Leo (Greenleo) eru talin af einu af elskuðustu pörum sjónvarpssögunnar. Þau gengu í gengnum súrt og sætt, mikið af því hafði með móður Leo að gera, sem engin önnur en Marj Dusay lék (Alex Spaulding í GL), þar sem hún átti að vera algjörlega klikkuð. Hún reyndi að drepa Greenlee nokkrum sinnum, m.a. kvöldið sem Leo dó, en hann var að reyna að bjarga Greenlee þegar hann og móðir hans duttu bæði af brú. Líkin fundust aldrei, en það var talið að þau höfðu bæði dáið. Til gamans þá lék Vincent Irizarry hálfbróður hans, en GL áhorfendur muna eftir honum sem Nick McHenry (þar sem hann lék einnig son Marj Dusay).

Google er “the place” ef þið viljið vita meira um Greenleo söguna, en hér eru líka nokkur video: http://www.youtube.com/playlist?list=PLB131E59FD4162F32

http://www.youtube.com/watch?v=EC_ek7mtbdg - Hér er atriðið þegar Leo kemur aftur, 5.ágúst, en Greenlee sér hann í draumi og þau rifja upp gamla tíma.

http://www.youtube.com/watch?v=VBUK5hRD5Vs - Og hér vinnur Josh Duhamel Daytime Emmy Award fyrir hlutverk sitt sem Leo í AMC, síðan 2002 :D