Síðastliðinn sunnudag, 19.júní, var hin árlega verðlaunahátíð Daytime Emmy Awards haldin í 38.skiptið á Las Vegas Hilton hótelinu. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fyrir “daytime” þætti, s.s. sápuóperur eins og The Bold And The Beautiful og Guiding Light (en það er ekki lengur verðlaunað þar sem það er búið).
Ég gat ekki horft á þetta beint, en mest öll hátíðin er komin á YouTube.

The Bold And The Beautiful vann í 3.skiptið í röð sem besti dramaþátturinn (Outstanding Drama Series), og einnig vann hann fyrir bestu leikstjórn, auk þess sem Heather Tom (Katie) vann sem besta aukaleikkona og Scott Clifton (sem er ekki enn kominn hjá okkur) sem besti ungi leikari. Og þó GL sé búið úti, þá vann Laura Wright (Cassie) sem besta aðalleikkona fyrir hlutverk sitt í General Hospital.

Hér eru svo allir sigurvegarnir: http://en.wikipedia.org/wiki/38th_Daytime_Emmy_Awards

Hér vinnur B&B sem besti dramaþátturinn: http://www.youtube.com/watch?v=KPY0YZG76SA&list=PL608E98546B0063F3 :D