Já, Neighbours theme lagið var á íslensku í gær í tilefni af því að þáttur 6000 var sýndur. Ég vissi einu sinni ekki að það væri til og að það var í dágóðan tíma á íslensku, svo mér fannst það algjör snilld! Vil að það verði alltaf þannig, enda sá ég hóp á facebook sem kallar sig: Neighbours theme lagið aftur á Íslensku. :)

Grannar, allir þurfa góða granna, skilningur á milli manna lalala…. :) Veit einhver hver syngur það??

Allavega, spennandi að gerast þessa dagana í Neighbours! Er ekki búin að horfa á þáttinn síðan í dag, en í gær voru allir rosa reiðir út í Paul og það endaði á því að hounm var hrint af svölunum á Lassiter's! Þar sem að hann er hataður af svo mörgum koma næstum allir til greina (til dæmis Diana, Declan, Rebecca eða Andrew). Hver haldiði að hafi gert það?