Ætla bara aðeins að nefna það að ég var að horfa á C.S.I síðasta mánudag og horfi alltaf á það, og Langston og Hodges voru að tala við mann sem var yfir svona risaeðlusýningu (Walking with dinosaurs). Ég heyrði strax að hann væri ástralskur og svo allt í einu fattaði ég að þetta var Brett Tucker, sem lék Dan í Neighbours! Ástralir eru vinsælir úti í Ameríku greinilega… Gaman að þessu :)

Bætt við 24. febrúar 2011 - 18:00
http://www.youtube.com/watch?v=K5LmZM6KZBc - hér er brot úr þættinum, en Brett sést bara pínu um 0:16.