Jæja hvað segir fólk um lokaþáttinn? Ég verð bara að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með Mr. Cannon! Ég vorkenndi honum svo þegar Naomi var að kæra hann fyrir kynferðislega áreitni (fyrir utan hvað hann er sætur) og svo nauðgar hann henni, eða það er allvega gefið í skyn. Svo mun náttúrulega enginn trúa henni þannig að hún á ekki eftir að segja neitt, þar til í lok 3.seríu eða eitthvað. Ég vona að Ryan muni eftir því að hafa séð hana í stofunni og Mr. Cannon að draga fyrir, en hann var bara svo drukkinn. En ég var svo fegin þegar það kom í ljós að hann var pabbi barns Jen og ekki Liam! Það var líka svo langt síðan að það hefði varla getað verið.
Allavega, trúi ekki að Harry hafi verið rekinn, svo hann missti vinnuna og kannski hjónabandið líka…?? Vildi að það hefði verið sýnt þegar Annie sagði þeim frá slysinu og því og ég vona að Liam verði ekki handtekinn, heldur ógeðslegi Jasper! Vona líka að Ade fari ekki með Javier heldur verði hjá Navid og í skólanum. Og vá hvað mig langar til Ástralíu með Dixon, Ivy og mömmu hennar :) En mér finnst samt hann eiga að vera með Silver, þó að hún og Teddy séu sæt saman held ég að Dixon sé ástin í lífi hennar.

En hvað finnst ykkur?