Þann 27.júní síðastliðinn var hin árlega verðlaunahátíð Daytime Emmy Awards haldin í 37.skiptið á Las Vegas Hilton hótelinu. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta fyrir “daytime” þætti, s.s. sápuóperur eins og Guiding Light og The Bold And The Beautiful.
Ég var ekki heima þegar þetta var, en annars hefði ég kannksi horft á þetta á netinu því það var örugglega hægt. En úrslitin eru komin og ég hef séð myndir og video á youtube.

Bold and the Beautiful vann sem besti drama þátturinn annað árið í röð. All My Children, General Hospital og The Young and the Restless voru einning tilnefndir, en sá síðastnefndi er svona “systurþáttur” Bold. Ekkert af þessum þáttum eru hins vegar sýndir í íslensku sjónvarpi. Drew Tyler Bell vann svo Outstanding Younger Actor verðlaunin, en hann leikur Thomas Forrester í Bold. Svo vann Bold líka fyrir bestu handritshöfunda og hár.

Þó að Guiding Light sé hætt var það samt tilnefnt. Beth Chamberlin var tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki en hún leikur Beth Raines. Crystal Chappell var tilnefnd sem besta leikkona, en persóna hennar er ekki komin hjá okkur. Einnig var Zack Conroy tilnefndur í sama flokki og Drew Tyler Bell, en persóna hans er heldur ekki komin hjá okkur. Hann á einnig eftir að leika í Bold.
Svo að lokum var Bobbie Eakes tilnefnd fyrir leik sinn í All My Children en hún lék Macy Alexander í Bold.

Úrslitin eru t.d. hægt að sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/37th_Daytime_Emmy_Awards, þeir sem voru tilnefndir og sigurvegarar.

Hér er video af því þegar B&B vinnur Outstanding Drama: http://www.youtube.com/watch?v=9qOvMRuV3p0 - Bradley Bell, yfirhandritshöfundur og aðalgaurinn heldur ræðuna eins og venjulega :)
Hér er video af því þegar Drew Tyler Bell vann Outstanding Younger Actor: http://www.youtube.com/watch?v=8yUQqTqfQFI - Þið sjáið að Rebecca Budig, sem lék Michelle Bauer í GL, er að kynna.

En svo er hægt að skoða myndir á t.d. http://www.cbs.com og fleiri síðum :)