Margir eru eflaust búnir að sjá auglýsinguna, sem var á undan og á eftir Leiðarljós þættinum í gær, þar sem kom fram að þeir fara í sumarfrí þar til HM er búið, og það er ekki fyrr en 11.júlí! Það gæti verið að þeir gætu sýnt einhverja þætti því það eru ekki leikir alla dagana, en RÚV vildi ekki lofa neinu. En þar sem HM byrjar ekki fyrr en 11.júní, eru þeir ekki bara í fríi út af því. Mamma hringdi í RÚV í gær og maðurinn sagði að þeir hefðu verið í samningaviðræðum við Procter & Gamble, sem framleiðir þættina, um að fá fleiri þætti hingað, og Procter & Gamble vildu fá meiri peninga þannig það dróst eitthvað á langinn. Þeir gera samninga árlega held ég, og þeir voru að vona að þættirnir væru komnir núna, en það er ekki víst. Við vonum að þeir geti sýnt einhverja þætti þar til HM byrjar og vonandi eitthvað á meðan það eru ekki leikir, en þeir vilja ekki lofa neinu.

Gott að þeir eru ekki að hætta en næstum 2 mánuðir!! Það á ekki að vera hægt…!