Jeminn hvað þetta var sorglegt í endanum í dag… ég fékk bara áfall og grét og grét! Fyrst er Katie skotin og svo skýtur Storm sjálfan sig til að hún fái hjartað hans! Æ ég vorkenndi Storm svo mikið, þetta var bara slys en honum leið samt eins og þetta væri allt sér að kenna og ákvað að drepa sig til að bjarga lífi Katie, svo hún fái hjartað hans. Þetta gæti varla verið ömurlegra! Storm var ekkert hættulegur, hann notaði rangar aðferð við að reyna að láta Ashley skilja þetta með því að koma með byssuna, en hann var ekki e-r “dangerous criminal” eins og Ridge heldur fram.

En tókuð þið eftir að þegar Brooke var að hlaupa á ganginum eftir að skotið heyrðist, að það sást glyttu í Dörlu? Hef ekki hugmynd af hverju þau ákváðu að hafa það, ekki eins og Darla hafi verið tengd honum, en þegar maður ýtir á pásu og horfir vel sér maður að þetta er hún. Ég mun setja mynd af þessu seinna hér, en kíkiði líka hingað: http://www.youtube.com/watch?v=akXZ1og66AI, þetta er á þýsku en setjið á pásu frá 8:05-8:06. Bara doldið fyndið, samt ekki miðað við aðstæður en þið vitið;)