Hvernig finnst ykkur svo 7.sería? Ég verð að viðurkenna að mér finnst hún ekki eins góð og hinar 6 því það vantar svo mikið án Peyton og Lucas að mínu mati. Og þessar nýju persónur og söguþráðurinn er ekkert spes… ég ætla að horfa á seríuna en mér finnst hinar miklu betri! Ég vil fá Leyton aftur sko! Ekki systur Haley og e-n gaur sem er umboðsmaður Nathan… Þau hefðu bara átt að hætta eftir 6.seríuna þá í staðinn fyrir að hafa þessa, fyrst að eiginlega aðalpersónurnar eru farnar.