Þátturinn í dag var rosa skemmtilegur :D Í fyrsta lagi þá var ástralska hljómsveitin The Veronicas, sem samanstendur af tvíburasystrunum Lisu og Jessicu Origliasso, að spila á Charlie's. Þær voru “mistery” hljómsveitin og sungu lagið This Love. Það sem er svona áhugavert, fyrir þá sem ekki vita, var Lisa Origliasso og Dean Geyer (sem leikur Ty) saman og m.a.s. trúlofuð á tímabili. Ég held að þau hafi verið saman þegar þessi þáttur var sýndur þarna úti 29.september í fyrra. Þess vegna var þetta svo fyndið, því þetta er þátturinn þar sem Ty og Rachel kyssast í fyrsta skipti:) Hins vegar las ég á wikipedia stuttu eftir að þátturinn var sýndur úti í Ástralíu að þau væru hætt saman, en ég held þau hafi verið saman þegar hann var sýndur. Hins vegar þegar hann var sýndur hjá okkur núna þá eru þau ekki lengur saman…

En þetta er bara fyndið, en hefur kannski verið pínu óþægilegt því þær voru akkúrat að spila í þættinum þegar Rachel og Ty kyssast fyrst! Allavega, hvernig finnst ykkur svo um Rachel og Ty? Mér finnst þau rosa sæt saman, miklu sætari en Rachel og Angus = OJ!

Tychel forever! :D

Og vá hvað ég þoli ekki Nicolu, það er svo augljóst að hún er að fake-a þetta minnisleysi! Skil samt af hverju Miranda vill ekki trúa því af því hún er systir hennar…