Rakst á þetta smá í velvakanda í morgun
Mbl 25/5
NÚ hefur CBN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum ákveðið að hætta að framleiða þættina Leiðarljós.
Í framhaldi af því hefur Ríkissjónvarpið ákveðið að hætta sýningum á Leiðarljósi í lok þessa árs.
Stóra spurningin er hvers vegna? Leiðarljós sem nú er verið að sýna eru framleiddir fyrir 11 árum síðan og því augljóst mál að um 3000 þættir eru ósýndir hér á landi.
Það er vitað að þættirnir hafa engan kostnað fyrir RÚV því þeir eru svo gamlir.
Einnig er vitað að um 35 þúsund manns horfa á hvern einasta þátt af Leiðarljósi. Þessir þættir njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim og ljóst er að æði margir hér á landi hafa það fyrir reglu að horfa daglega á þáttinn.
RÚV þarf ekki að hætta sýningum á Leiðarljósi þótt CBN stöðin hætti framleiðslu þáttanna í haust.
Ég myndi skilja ákvörðun Ríkissjónvarpsins að hætta sýningum þegar söguþráðurinn endar, en ég held að allt yrði brjálað ef sýningum yrði hætt í miðju kafi af seríunni.
Að minnsta kosti varð allt brjálað síðast þegar sýningum var hætt fyrirvaralaust og mótmælabréfin streymdu til Velvakanda.
En ef Ríkissjónvarpið er svo þreytt á að sýna þættina þá
mætti vel hugsa sér að Skjár 1 tæki við.
Skjár 1 ætti að nota þetta einstaka tækifæri og taka við sýningum á vinsælasta framhaldsþætti allra tíma, Leiðarljósi.
Ég skora því hér með á Skjá 1 að hugleiða málið vandlega og á aðdáendur Leiðarljóss að láta heyra í sér og skora
annað hvort á RÚV að hætta ekki sýningum eða þá að Skjár 1 taki við.
Það má aldrei ske að íslenskum aðdáendum Leiðarljós verði meinað að sjá Leiðarljós löngu áður en söguþráðurinn er búinn.

Ég er svo sammála bréfaritara, meina þeir hjá RÚV hafa ekkert að sýna rétt fyrir fimm og ekki geta hafa allir efni á að kaupa sér áskrift af Stöð-2, þótt Grannar og Bóldið sé skemmtilegt.
Maður vonar eins og ég sagði í titli að þetta sé ekki satt bara af því að NBC er að hætta með það þá þarf RÚV ekki að gera það.
Skil NBC, hún er búin að ganga síðan 1956 og gera aðrar sápur betur.