Jæja, hvernig fannst ykkur svo endirinn í La Fea Más Bella? Ég er mjög sátt, Lety og Ferni enduðu auðvitað saman og Aldo var engill sem kom þeim saman á endanum;) Svo Tomás og Alicia, gaman að sjá hvað Alicia hefur breyst:) Marcia komin með nýjan og hún og Lety eru geðveikt góðar vinkonur… hara happy ending:) Gaman að sjá líka hvað margir hafa breyst síðan þetta byrjaði, Lety auðvitað mest og svo Julieta (öðruvísi hárgreiðsla og engin gleraugu) og Tomás (þegar hann var að reyna að líkjast Aldo fyrst) og Lola (komin með nýja hárgreiðslu og engin gleraugu) og Paula Maria (ekki eins ljóshærð og krullhærð) og Marcia er með öðruvísi hárgreiðslu heldur en fyrst. Þau líta líka svona svipað út í alvörunni eftir breytinguna;)

Allavega, mér fannst þetta góður endir, nema það hefði verið gaman að sjá kannski svona nokkrum árum síðar þegar það eru komnir nokkrir litlir Fernando og litlar Lety og lítill Tomás eða lítil Alicia o.s.frv. en samt góður endir:) En sorglegt að það sé búið og það er engin önnur Suður-Amerísk sápa að kloma í staðinn, allavega ekki strax, bara e-ð The Doctors (e-r raunveruleikaþáttur um lækna eða e-ð þannig) :(

Svo sá maður hvað þessir þættir voru vinsælir þarna í Mexíkó því allir helstu aðdáendurnir voru saman komnir til að sjá leikarana í Monterrey og svo voru risa tónleikar um kvöldið þar sem þúsundir manns voru í minnsta lagi.
Það er hægt að horfa á alla tónleikana á YouTube, nánara tiltekið hér: http://www.youtube.com/profile?user=cmckness&view=videos - í 8 hlutum :) Þið sjáið að margir af leikurunum sungu á tónleikunum, enda eru þau flest atvinnusöngvarar;) Ég hefði viljað vera þarna!




Bætt við 1. maí 2009 - 15:46
Svo ætla ég að skrifa grein um lokaþáttinn og hvernig þetta endaði um helgina ef ég get:)