Í gærþættinum af LFMB gerðist þetta sorglega sem ég er búin að bíða eftir (ekki í spenningi sko, en vissi að það myndi koma að því bráðum). Hún þurfti auðvitað að finna bréfið sem Omar skrifaði til Fernando um að “halda Lety uppi” (sem hann kallaði “Routine of Horror”) og e-ð, og skrifaði alls konar ljóta hluti um hana, en Fernando þurfti þessi bréf ekkert því hann er þegar orðinn ástfanginn af henni í alvöru. Það eina sem ég þoli ekki við Omar, fyrir utan allt kvennastandið náttlega, er hvernig hann kemur fram við Lety, eða kallar hana og segir um hana við aðra.

En æ þetta var svo sorglegt þegar Lety las þetta. Þar stóð allt um að Fernando væri bara að nota hana til að hún myndi ekki taka fyrirtækið af honum með Tómas, og hann verði að halda áfram að sofa hjá henni til að halda fyrirtækinu og e-ð í þesssum dúr. Svo þegar hún var nýbúin að lesa bréfið kom Christina og sá að það var greinilega e-ð að, en hún kom ekki meira uppúr Lety nema hún væri í ástarsorg og einhver karlmaður hefði sært hana. Christina sagði henni að hún vissi alveg hvernig henni liði því hún hefði líka orðið fyrir ástarsorg, og ástin kemur ekkert við útliti, á meðan sálin er falleg er útlitið fallegt.

Og það alveg rétt, þetta á ekkert að koma útlitinu við, bara sálinni og tilfinningum. Ég er ekki snillingur í ástarmálum, en ég veit að ástin snýst ekki um útlit, ekki bara það allavega.

En ég get ekki beðið eftir að sjá hvað hún gerir með þetta…!