Já, það verður ekkert Leiðarljós í 2 vikur útaf Ólympíuleikunum sem hófust í dag held ég. Það var þáttur í dag, en svo er ekki þáttur fyrr en mánudaginn 25.ágúst.

Ég verð bara að segja að ég er að fá alveg nóg af þessu. Þetta væri allt í lagi ef þetta gerðist einstaka sinnum, en þetta er bara búið að gerast frekar oft núna undanfarna mánuði. Í lok ágúst er samtals einn mánuður í sumar búin að vera Leiðarljóslaus, útaf af íþróttum, fyrst aðeins í júní, og svo núna. Með fullri virðingu fyrir íþróttum og Ólympíuleikum, þá er ég bara að KLIKKAST!

Og svo þurfti þetta auðvitað að enda svona spennandi! Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég ekki hlakka til 25.ágúst, því þá er fyrsti skóladagurinn, en ég get ekki beðið eftir að sjá hvað gerist með Revu, Blake og Annie ofl.!