Datt í hug út frá hinum “uppáhalds” þræðinum að spurja hvaða söguþráður ykkur fyndist skemmtilegastur, bara út allar seríurnar?

Mér finnst söguþráðurinn í kringum Brooke að byrja með fatalínuna sína og verða svo big-time gella í kjölfarið æði.

Líka ástarþríhyrningur Brooke, Lucas og Peyton þó að mér finnist núna að þær báðar (og Lindsey) eigi betra skilið og að hann þurfi að halda sig frá stelpum í bili.

Ég elska Naley en ég fílaði samt ekki fússið í kringum þegar Chris Keller kom og Nathan vildi skilnað og eitthvað. Óléttan var skemmtileg.

Datt þetta svona fyrst í hug…
-Tinna