Sá einhver síðasta C.S.I: NY þátt, á mánudaginn? Ashley Jones (Bridget) lék í honum:)
Hún lék systur eins fórnarlambs, hét Kennedy Gable;) Svo kom í ljós að hún var ekki alveg heil á geði (öfugt við Bridget hehe), en hún átti að hafa lent í bílsysi og heilaskaddaðist e-ð, þannig hún var ekki ok..

Hún sá konu nokkurn veginn, eða spegilmynd sína í speglinum. Hún hélt að spegilmyndin væri einhver önnur kona og brjálaðist alveg, en bróðir hennar (fórnarlambið) datt á fiskabúr í öllu brjálæði hennar og dó, þannig þeta var eiginlega bara slys… Hún var ekki með réttu ráði. Það var mjög skrýtið að sjá hana Bridget sona hehe;)

Og já, fórnarlambið, bróðirinn, var með alnæmi, og þegar Stella (aðalkonan í þáttunum, er leikin af Melinu Kanakaredes sem lék Eleni í Leiðarljósi) var að rannska glerbrot á morðstaðnum þá skar hún sig einhvern veginn og blóðið úr honum var á því, þannig hún gæti hafa smitast af HIV. Hún fór í rannsókn, en fær ekki niðurstöðurnar fyrr en eftir 3 mánuði í fyrsta lagi.

Mér finnst svo gaman þegar svona leikarar úr sápum og þannig leika gestahlutverk í svona þáttum;)

(Þetta var 16.þátturinn í 3.seríu - Heart Of Glass).