Sko á föstudaginn þegar þátturinn endaði þar sem Paul virtist hafa mist málið var ég alveg viss um að þátturinn í dag myndi byrja á því að Paul segði nei. Svo hrekkur gaurinn í gang eftir að allir í kirkjunni voru farnir að halda að eitthvað væri að honum og segir já. Nú já, ég var þá búin að sætta mig við þetta allt og þau þetta ekkert smá ánægð með þetta allt (þar að segja brúðhjónin). Hvað gerir hann svo um leið og þau eru orðin ein? Jú hann segir konunni sinni að hann sé drullusokkur (við vissum það náttúrulega) heldur svo áfram að gefa henni dæmi um hversu mikill drullusokkur hann er. Krónórar svo allt þegar hann segir frá kossinum í vínkellaranum og segir að það sé meira en líklegt að hann muni gera eitthvað álíka eða verra áður en tveir mánuðir seú liðnir. Endar þetta svo með því að segja að hann elski hana í alvöru. Ég meina, ef hann elskar hana eins og hann vill vera að láta þá hefði hann aldrei verið að kyssa Rosettu eða hvað? En hann Paul er ekki alveg með það á hreynu hvað er ást og hvað ekki.

Lyn er náttúrulega of góð til þess að vera að giftast svona drullusokki og ver hann eins og hann eigi það eitthvað skilið.

Ég verð nú að segja að það hlakkaði í mér þegar Steff lamdi Paul í endanum á þættinum! Hvað fannst ykkur um þetta allt?