Ég og vinkona mín tókum okkur vídeóspólu í gær sem væri kannski ekki í frásögur færandi hér á þessu áhugamáli nema fyrir þær sakir að eitt stykki fyrrum nágranni sást í þessari mynd!!!

Þarna var á ferðinni myndin The Shrink is in með þeim Courtney Cox og David Arquette í aðalhlutverkum en í litlu aukahlutverki sem frönsk hassreykjandi ljóska var engin önnur en hún Kimberley Davies sem lék hasarskutluna Annalise Hartmann í Nágrönnum hér á árum áður. Hún er ennþá jafnsæt og hún var og stóð sig bara ágætlega í þessari mynd!!!

Ég veit ekki hvort ég á að mæla með þessari mynd, mér fannst hún fín í gær, en hún er svosem engin snilld…<br><br>The Bubble Has Spoken…
Testosterone is a great equalizer. It turns all men into morons…