Er einhver annar en ég að fylgjast með þessu?

Mér finnst þeir alveg snilld, og þá sérstaklega hvernig Sirkus er að sýna þá, ss. seinasti þáttur alltaf sýndur á undan nýjum (kl.19:00-20:00 alla virka daga, OG svo er Sirkus+, eru ekki allir sem ná því líka?), svo allir þættir vikunnar sýndir um helgar, á laugardögum OG sunnudögum thank you very much. Sá einhversstaðar að þannig sé líka verið að sýna þá úti í USA. Talandi um að sjá til þess að maður geti varla misst af þætti.

Maður þarf í rauninni bara að horfa á þá á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum til að ná öllu, ég horfi með öðru auganu á þetta á Sirkus+, alltaf kvöldmatur kl. 19. Fínt að kíkja á þetta með lærdómnum. Svo skiptir engu stórmáli þótt maður missi aðeins úr.

Er einhver áhugi fyrir að fá korkahluta fyrir þessa þætti?
- MariaKr.