Okey ég veit vel að sápuóperur lifa og hrærast í því að hafa fólkið í þeim helst ekki of lengi hamingjusamt en ég er orðin frekar þreytt á endalausum stórvandamálum sem dinur á fólki í þessum þáttum!

Til dæmis þetta með hann Max núna, af hverju þurfti hann endilega að verða til þess að Cameron dó? Var ekki nóg að hann hafði slasast eitthvað? Og ofan á allt hitt eru hann og Stef búin að vera eitthvað ósátt út af Kathy (hvernig sem þetta nafn er skrifað) mjög lengi. Ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman hjá þeim? En auðvitað voru þau búin að vera allt of hamingjusöm og þar af leiðandi leiðinleg í augum höfundanna og þess vegna varð að breyta því með endalausum áföllum hjá þeim. Þetta er það sama og var gert við Susan og Karl og einnig við Lyn og Joe. Ef fólkið er búið að vera gift of lengi í sápuóperum er eins og höfundarnir fái kvíðakast yfir því að fólk fer að hæta að horfa á þættina. Ég er alveg sátt við svona minni hátta vandamál, sem eru þó alveg leysanleg en mér finnst mannsdráp eiginlega of stór biti!

Hvað finnst ykkur?