Það kemur í ljós núna 18. maí hvort FOX ákveði að gera eina seríu í viðbót. Ef þátturinn nær því (sem ég er í augnablikinu að efa) þá yrði maður að giska á að það yrði seinasta serían.
Ef það kemur ein sería í viðbót þa vona ég að það verði sú síðasta. Þættirnir eru þegar byrjaðir að fara niður á við og það er betra að hætta á toppnum (eða sem næst honum) heldur en að láta þetta ganga endalaust eins og sumir þættir eiga það til að gera.
Ég býst við að þú sért að svara mér. En já, mér finnst þeir hafa verið í örlitlu lægðartímabili undanfarið. Ég finn bara ekki alveg þessa spennu sem ég fann fyrir við að horfa á fyrstu og aðra seríu. Samt ekki þar með sagt að þeir gætu ekki farið upp á við aftur. Ég verð bara að bíða og sjá. Ég held samt áfram að vera sami OC aðdáandinn og ég hef alltaf verið. Þetta er bara mitt álit. :-)
Það var verið að tala um það að það hefði ekki verið nógu mikið áhorf í bandaríkjunum til að búa til aðra seríu.
En ef það verður gerð önnur sería þá held ég að þau eiga öll eftir að fara í Berklay (Barklay?), skólinn sem Ryan og Marissa komust í og þættirnir eiga eftir að verða teknir upp þar eða eitthvað. Samt asnalegt og það er eins með OTH.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..