Hvað kom fyrir skólabúninginn?!? Af hverju hefur hinn fallegi vínrauði/bleiki litur vikið fyrir bláu? Allt frá upphafi hefur vínrautt/bleikt/grátt verið litir skólabúningsins … og mér líka ekki óþarfa breytingar, sem breyting á svona stórum hluta klæðnaðar “krakkanna” er!

Hefðir eru af hinu góða, það hefði ekki átt að breyta litnum … ég er full söknuðar :-(

Annað sem hryggir mig … og hefur nokkuð með hefð að gera er útlitsbreytingin á heimili Susan … eins og það hafi ekki verið nóg að breyta klæðaburði hennar og klippingu? Nei þeir þurftu að endurinnrétta heimilið! og ég veit ekki hvort þetta sé ímyndun í mér - eða að ég hafi ekki bara verið að horfa nógu vel - en HVAR ER FJÖLSJYLDUMÁLVERKIÐ???????? ég vil það upp á vegg núna strax!