Ok, eftir þáttinn í dag (31.8) er ég aftur búin að endurheimta trú mína á því að það styttist í það að AM og Lucy byrji aftur saman. Af hverju spyrjið þið? Ja, það er svo skemmtilegur hlutur sem gæti vel gerst miðað við stöðu mála í dag, og það bara eftir nokkra þætti!
En ég skal útskýra:

1. Það sem Lucy sagði við Josh í dag um að hún væri enþá hrifin af sama gaurnum segir skýrt og greinilega að HÚN ER ENÞÁ HRIFIN AF AM.

2. Vegna þess hversu taugatrekt Tangie er akkúrat núna finnst mér samband hennar og AM ekki líta það vel út. Bætið svo Alan inní það…

3. Það er þetta blessaða gámlárskvöldsball í Klúbnum sem ALLIR sem eru EITTHVAÐ í Springfield eru að tala um og fara á. Mín von er sú að Josh bjóði Lucy með sér (long shot, I know…) Pælum aðeins í því, AF HVERJU var verið að láta þau hittast svona í dag nema til að sýna fram á að hún væri enþá hrifin af AM og skapa “laus” vináttutengsl á milli Josh og Lucy, svo að einmitt þetta geti gerst. Svo vill Josh öruglega fara til að njósna um Vanessu.

4. Þar mun hann sumsé vera með Tangie, og svo kemur hún inn alveg gullfalleg eins og hún er, með Josh. Þá verður AM abbó, og einhvernvegin vonandi atvikast það að þau kyssast á miðnætti…

Ég veit að þetta gætu bara verið hugarórar í mér, en þessi hugmynd er búin að sitja föst í mér, og ég bara VARÐ að deila henni með ykkur og fá álit á því hversu líklegt/ólíklegt þetta er.
Vona að þetta skapi einhverja umræðu..
- MariaKr.