Okei, nú verð ég að spurja. Hvað er málið með fíflið hann Nick? Hann svíkur fjölskydu konunnar sinnar, og fer síðan til þeirra á Þakkargjörðarhátíðinni og heldur einhverja svaka “við verðum öll að vera vinir og standa saman í gegnum erfiðleikana sama hvað á gengur” ræðu.

Svo þegar allt kemst upp, þá klínir hann öllu yfir á móður sína, til þess að réttlæta sig og breiða yfir misgjörðir sínar. En sætt. Ekki einu sinni Roger myndi leggjast svona lágt. Ja, og þó, maður veit aldrei hvað sá aumingi gerir til þess að græða einhverja peninga.

Og núna, þegar Alan reynir að biðjast afsökunar og vera indæll þá er bara rifið í handlegginn á honum og honum kennt um það að Nick sé búinn að missa Mindy. (Þó svo að það sé ekki mikill missir). Þetta er náttlega bara sjálfhverfa, heimska og frekja.

Ég hata Nick! Og hann þarf að átta sig á því að það var hvorki Alan né Alexöndru að kenna að hann missti Mindy, heldur honum. Hann er starfandi forstjóri Spaulding-samsteypunnar og hann hefði alveg getað sagt NEI við Alex og hennar hugmyndum.