Gleðilegt jól Nágrannar! Allir í jólaskapi og að opna pakka; djöfull var ég bara farinn að hlakka til jóla sjálfur við að horfa á þetta! :D

Valda og Lyn njóta fyrstu jólanna sinna saman! Aðfangadagskvöld og allir að syngja jólasöngva fyrir utan hús Harolds og fjölskyldu hans, enda allir í jólaskapi, nema Susan og Karl.
Jólamorguninn gefa þær Lyn og Valda hvor annarri jólagjöf og fær Lyn myndalbúm sem hún metur mikils og Valda nisti með mynd af Lyn þegar hún var smábarn með spékoppa :D Allt voða sætt.

Serena fellur dýpra í ruglið hjá Chris! Aðfangadagskvöld og hún hittir hann á kaffistofunni frekar en að vera með familíunni! Hann gefur henni undirfatakjól og nær að tæla hana heim til sín og taka myndir (í honum held ég!) Og daginn eftir fær hún símtal frá honum þar sem hún nær að lokka hana til að koma með sér seinna á hótel! Stelpan á eftir að fara illa úr þessu! :$

Susan ákveður að verja jólunum burtu frá karl. Rosalega dræmt aðfangadagskvöld hjá Karl enda fer Susan jólamorguninn ein á fjölskylduboðið og Karl situr heima með sárt ennið. Nokkrir verða vitni að þessum aðskilnaði þeirra þegar leigubíllinn kemur að sækja Susan. Issy var þar í hópi og fer seinna um daginn að tala við Karl, eitthvað að hugga greyið en tekst ekki betur en það að í sama mund hringja synir hans þannig að hún er fljót að stinga af.

Skemmtilegt fjölskyldudrama og spenna við morgunverðarmatinn hjá Hoyland! Krakkarnir eru voða spenntir að fá að opna gjafirnar og allir í jólaskapi. Lyn og Valda koma svo í morgumat og er auðvitað á allra vörum slúðrið um Susan og Karl og aðskilnað þeirra.
-axuz