Fyrirgefið fólk en kannski er þetta ekki mikið efni til að kallast grein en það er svo langt síðan grein um OC hefur komið að ég bara varð að skrifa um þann sem fer alveg svakalega í taugarnar á mér…það er þessi Oliver….Bara fyrirgefið en afhverju, hvers vegna að setja hann inn í þáttinn. Allavega fæ ég hroll við tilhugsunina um þennan hræðilega geðsjúkling sem er að láta allt á annan endann í þessum þætti.
Annars væri sjálfsagt ekki mikið að gerast í þessum þætti bara allt að blómstra eða eitthvað. Það hefði mátt einhver öðruvísi persóna koma inn í þáttinn en kannski er þetta bara ég en hann fer alveg óstýrilega mikið í taugarnar á mér eins og ég hef nefnt áður.
Ég bara skil ekki hvernig einn strákur getur rústað öllu en allavega það sést langar leiðir að hann er yfir sig ástfangin af Marissu og hvernig getur hún ekki séð það.
Má ég bara spyrja en eru einhverjir aðrir sem eru að brjálast á þessari persónu og endilega segið þá álit ykkar á honum!

Gleðilegt sumar!

hallat