Já þá er O.C þáttur þessarar viku búinn. Já þetta var hinn ágætasti þáttur. Jólin að koma og Seth er rosalega spenntur fyrir þeim. Hann blandar jólunum og “honika” saman og kallar þetta chris-mi-ka eða eitthvað í þann dúr. Það var rosalega fyndið að sjá hann vera svo spenntann fyrir þessu öllu. En svo var pabbi hans Seth enn í málum við afa Seth og svona. Persónulega finnst mér pabbi Seth skemmtilegasta persónan. En allavegana … hún Marissa er í tómu tjóni eins og maður getur orðað það best. Í þessum þætti var hún staðin að því að stela úr búð og slapp við kæru. Svo fóru þau í veislu og hún drakk sig blindfulla og Ryan leist ekkert á það og endaði það með helvíti skemmtilegum bíl-hurða-skellum sem ég botnaði lítið í. Mér líst ekkert á hana maður, komin til geðlæknis og svona. Persónulega getur hann örugglega reddað sér aðra og mikið betri tjellingu.

En allavegana … Ryan stóð fyrir mjög erfiðri ákvörðun í þessum þætti. Þær báðar .. Anna og Summer eru hrifnar af honum og hann af þeim. Nú er bara ákvörðunin .. hvor villtu vera með. Persónulega myndi ég taka Önnu .. hún er sætari … skemmtilegari og passar honum betur. Þó að Summer sé flott þá veit ég ekki. En allavegana … mér leist þó betur á gjöfina hjá Summer. Hún var heavy töff … en hún strippaði aðeins fyrir hann.

En valið hans var mjög skrýtið. Hann sagði við báðar að hann vildi bara vera vinur þeirra … þ.e.a.s … hann valdi hvoruga. Þess vegna segi ég … DUDE, afhavejru valdirðu ekki Anna.