Fyrr í dag rak ég augun á stutta grein á sápuóperuáhugamálinu og hafði gaman af. Ekki vegna efni hennar heldur þeirri staðreynd að greinarhöfundur útlistaði á nákvæman hátt atburðarrás seinasta þáttar, af guiding light minnir mig. Ég skrifaði stutt og kurteisislega orðað svar og spurði hversvegna viðkomandi skrifaði þessa grein sína ef velflestir ef ekki hreinlega allir sápuaðdáendur hafa aðgang að eða eiga sjónvarp. Og sjálfsagt allir þeirra ekki svo uppteknir að missa af uppáhalds sápunni sinni. Þessvegna spurði ég um tilgang þessarar greinar sem hugarinn simaskra henti inn.

Nú hef ég tekið eftir því að þessu svari mínu hefur verið eytt. Ég spyr hversvegna? Aðeins einu sinni í svari mínu vísaði ég til fanatíkusa sem er ekki endilega alslæmt orð (er star trek fanatíkus sjálfur) en hefði getað talist sem skot, alls ekki fast skot bæti ég við.
Sjórna umsjónarmenn þessa áhugamáls eftir eigin geðþótta og ritskoða þvers og kurs ef þeim líkar ekki við viðkomandi eða finnst svörin beinast gegn sér?
—–