Ef að þið hafið séð þáttinn 1. Maí vita að hann endaði þannig að Dionne stökk í fangið á Darcy en þessi byrjar þannig að hún segir honum að hún frétti að hann væri að fara og hún yrði bara að tjá sig því að þetta er það sem hana hafði langað að gera laveg síðan hún sá hann fyrst. Byrjar hún samt að skammast sín og fer út úr skrifstofunni hans.

Í seinasta þætti vildi Ronnie ekki fara af bílaverksstæðinu og ákvað að fá kaffi handa henni og Drew svo þegar bíllinn hennar var tilbúinn þá sest hún inn í hann með Drew og spyr hann hvað þau eigi að gera í því að þau séu ástfangin. Hann segir henni að hann sé giftur Libby og elskar hana mjög mikið. Svo biðst hann afsökunnar af því ef að hann hefur gefið heni ranghugmyndir.

Steph er send heim úr vinnunni vegna þess að hún klúðrði öllu þar og þegar hún kemur heim sér hún hring sem Woody gaf henni og fer hún þá að gráta. Mamma hennar Lyn kemur heim og sér Steph vera að gráta þá huggar hún hana og segir henni að hún á eftir að kynnast einhverjum öðrum og verða hamingjusöm. Gino rak Lyn líka heim því að honum líkaði ekki hvernig hún vann. Steph stingur þá upp á því að þær fari í smá Road Trip á mótórhjólinu og gisti í eina nótt. Þá klæða þær sig í leðurjakka og leggja af stað.

Dionne segir Tess frá atvikinu á læknastofunniog langar Tess að segja Ronnie frá þessu en Dionne er ekkert of ánægð með að gera sig af fífli. En hitta þær samt Ronnie bara til að tala en Tess segir frá mörgum vísbendingum og endar það með því að Ronnie segir frá draumaprinsinum og segist hún ætla láta til skarar skríða. (hún sagði samt ekki hver hann væri). Og þá segir Dionne frá kossinum sem hún smellti á Dr. Darcy og segist halda að hann héldi að hún væri algjört fífl en óheppnin eltir hana því að Darcy stendur beint fyrir aftan hana. Oops.

Libby er á leiðinni heim og Drew er á verksstæðinu að búast við henni á hverri stundu. Allt í einu er tekið fyrir augun hans og hann tekur manneskju í fangið og segir: ó ég saknaði þín svo mikið Libby. svo opnar hann og þá er þetta Ronnie en Libby, Karl og Susan standa í dyragættinni. Reynir Ronnie að gera úlfalda úr mýflugu og segir: sjáumst seinna ELSKAN.

Á meðan heima hjá Dionne er bankað það er Darcy og hann segist ekki vera ánægður með það að hún tali við alla aðra en hann um þau. Byrja þau að tala rólega og allt í einu kyssast þau risakossi.

Libby er búin að fyrirgefa Drew og langar hana í eitthvað að borða þannig að Drew reynir að finna eitthvað í ískápnum meðan hún sest í sófann en finnur hún þá eyrnalokk og spyr Drew hvað þetta sé ? Hann segir að þetta sé Eyrnalokkur. Libby segir að hún viti það en hún að hún ætti ekki þennan lokk?

Og svona endaði þessi þáttur 2.Maí 2002